HÓTEL RJÚKANDI

Upplifðu villta náttúru á Snæfellsnesi
Bóka herbergi

UM RJÚKANDA

Vertu velkomin á Hótel Rjúkanda

Hótel Rjúkandi er vistvænt fjölskyldu fyrirtæki. Frá árinu 1998 hefur fjölskyldan rekið veitingastað á Vegamótum á Snæfellsnesi. Sumarið 2013 var svo ráðist í framkvæmdir á gistiaðstöðu og nýjum matsal.  Hótelið er staðsett fyrir miðju Snæfellsnes og því stutt í alla helstu áfangastaða á nesinu, þjóðgarðinn, Snæfellsjökul, Arnarstapa, Kirkjufell og Stykkishólm.  Við bjóðum uppá 14 herbergi, hvert með sér baðherbergi og sturtu,sjónvarpi, wifi og hraðsuðukatli.  Hönnunin er stílhrein með innblæstri frá Scandinaviu og borin er virðing fyrir umhverfinu.

Mikilvægt er að huga að umhverfinu og þess vegna ætlum við að huga vel að neyslu hótelsins. Að nota vistvænar sápur og endurvinna rusl er eitt af því sem við höfum tileinkað okkur. Allur húsakostur er hitaður upp með heitu vatni sem kemur upp úr jörðinni hér í kring. Mikilvægt er að gestir okkar virði umhverfið og hjálpa okkur að halda því hreinu. Vegna stærðar hótelsins getum við veitt persónulega þjónustu og gestir notið friðsældar í sveitinni.

Vistvæn ferðaþjónusta

Hótel Rjúkandi stuðlar að aukinni virðingu fyrir náttúrunni, nánasta samfélagi og menningu.

Vistvænt hótel

Hótelið notar staðla á heimsvísu í ferðaþjónustu til að stuðla að því að vera vistvænt og vernda umhverfið.

Frábær staðsetning

Hótel Rjúkandi er frábærlega staðsett á Snæfellsnesi. Stutt er í helstu náttúruperlur svæðisins og íslenska náttúru.

HERBERGIN OKKAR

Hótel Rjúkandi býður uppá 14 herbergi, tveggja manna og þriggja manna, öll herbergin eru með sérbaðherbergi og sturtu. Hraðsuðukatli, sjónvarpi og WIFI. Herbergin eru notaleg og einföld, innblásin af Skandinavískri hönnun. 

Hjónaherbergi

Hótel Rjúkandi býður uppá tveggja manna herbergi með einu tvíbreiðu rúmi eða tveimur einbreiðum rúmum. Herbergin eru rúmgóð með sérbaðherbergi, sjónvarpi, wifi og skrifborði ásamt hraðsuðukatli til þess að hella uppá te eða kaffi.

Fyrir 2 gesti

Sérbaðherbergi

19 fermetrar

Flatskjár

Hraðsuðuketill

Þriggja manna herbergi

Hótel Rjúkandi býður uppá þriggja manna herbergi með einu tvíbreiðu rúmi og einu einbreiðu eða þremur einbreiðum rúmum. Herbergin eru rúmgóð með sérbaðhergi, sjónvarpi og skrifborði ásamt hraðsuðukatli til þess að hella uppá te eða kaffi.

Fyrir 3 gesti

Sérbaðherbergi

24 fermetrar

Flatskjár

Hraðsuðuketill

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Hagnýtar upplýsingar

Innritunarupplýsingar

Innritun hefst alla daga ársins klukkan 15:00 og er til 20:00. Útritun er frá kl 8:00 til 10:00.

Morgunmatur

Morgunmatur er innifalinn í verði og er borin fram frá 8:00 til 9:30.

Aðstaða fyrir fatlaða

Öll herbergi Hótel Rjúkanda eru á fyrstu hæð og eru með gott aðgengi fyrir fatlaða. Látið okkur endilega vita ef gestur er með sérþarfir og við gerum okkar besta að sinna þeim.

Gestamóttaka

Gestamóttaka er opin alla daga ársins frá kl 8:00 – 20:00

Internet

Frítt internet næst í öllum herbergjum, á kaffihúsinu og á veitingarstaðnum okkar.

Fyrir bílana

Það eru gjaldfrjáls bílastæði fyrir utan Hótel Rjúkanda en þar er einnig hleðslustöð fyrir rafbíla.

UMSAGNIR GESTA

Við kunnun svo sannarlega að meta það þegar gestir okkar skrifa til okkar meðmæli. Við leggjum okkur fram við að bjóða uppá góða og persónulega þjónustu sem hefur skilað sér í góðum umsögnum.

To start the staff were super friendly. The rooms were great, the beds comfortable and the shower was amazing! The breakfast was lovely. The food was incredible! I only had one dinner there but I and my friends all loved their food. Definitely worth checking out.

Ólafur Tryggvason

TripAdvisor

One of the best rooms in Iceland. After a long day on the road exploring we arrived about 9 pm to find a very friendly and cheerful young lady to greet us. Gave us a tour of the room and facility. She was anxious to tell us all about the sights of the area. The actual room was large for Iceland standards and the bathroom was very up to our standards. Great breakfast also.

Love to travel 32034

TripAdvisor

Amazing stay! What a lovely property! The staff was beyond helpful – even had a handwritten map with all the must stop on the peninsula. Great breakfast and coffee. Rooms were immaculate! Highly recommend staying here.

Olya Fasolya

TripAdvisor

Kaffihús og veitingastaður

Rjúkandi rekur einnig kaffihús og veitingastað á staðnum. Á kaffihúsinu leggjum við áherslu á gæða kaffi, heimabakaðar kökur og svo er á boðstólnum léttur kaffihúsamatseðill fyrir svanga ferðalanga. Á Veitingastaðnum bjóðum við uppá a la carte matseðill, mat úr héraði.

Staðsetning

Stutt er í allar áttir en Hótel Rjúkandi er aðeins í eins og hálfs tíma aksturfjarlægð frá Reykjavík. Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul á Snæfellsnesi er rúma 58 km frá hótelinu. Þar fá gestir tækifæri til að upplifa og komast í snertingu við íslenska náttúru, feta í fótspor forn Íslendinga með því að ganga um hraunið eins og þeir gerðu á sínum tíma. Stutt er í frábærar gönguleiðir og alla aðra afþreyingu sem er í boði á Snæfellsnesi, svo sem hestaferðir og ferðir á jökulinn.

Meðal vinsælra áfangastaða sem eru í grennd við Hótel Rjúkanda má nefna: Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Búðarkirkju, Rauðfeldargjá, Arnarstapa, Hellnar, Lóndrangar, Djúpalónssandur / Dritvík, Öndverðarnes, Kirkjufell.

Þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi

58 km frá Hótel Rjúkanda

Stykkishólmur

32 km frá Hótel Rjúkanda

Kirkjufell

45 km frá Hótel Rjúkanda

Reykjavík

120 km frá Hótel Rjúkanda

GPS: 64.849188,-22.732875

HAFA SAMBAND

Heimilisfang

Vegamót, Snæfellsnes
342 Stykkishólmur – Ísland

Símanúmer

788 9100

Netfang

 info@rjukandi.com

Hótel Rjúkandi

Rjúkandi ehf.

Kennitala: 6603982369

VSK: 57741

UPPLÝSINGAR

info@rjukandi.com

+354 7889100

Vegamót, Snæfellsnes – 311 Borgarnes